GeislafrŠ­i grundv÷llur lŠknisfrŠ­ilegrar myndgreiningar
Borgartúni 6
105 Reykjavík
S. 595-5186
geislar@bhm.is
www.sigl.is
Á vegum félagsins eru starfandi þrír sjóðir og þeir eru:
1) Vísindasjóður sem vinnuveitendur greiða í 1,5% af heildarlaunum félagsmanns og greiðist inn til félagsins. Þetta framlag er bókað á kennitölu hvers og eins og í byrjun árs eða ekki seinna en í mars fá félagsmenn það sem greitt hefur verið inn á þeirra kennitölu frá 1. janúar til 31.desember þar á undan. Mikilvægt er að gæta þess að upplýsingar um bankanúmer séu rétt skráðar hjá félaginu til að úthlutun geti gengið fljótt og vel fyrir sig.
2) Höfuðstóll vísindasjóðs. Myndast hefur sjóður sem við höfum kallað höfuðstól vísindasjóðs. Þessi sjóður er hugsaður til að styrkja nám sem gefur hugsanleg starfsréttindi (metið til eininga). “Verkefni þarf að jafnaði að varða annað hvort starf eða fagsvið sjóðfélaga til þess að vera styrkhæft. Námskeið til þess að auka almenna starfshæfni á sviði tölvutækni, tungumála og samskipta eru þó styrkhæf þó að námið tengist ekki beinlínis starfi eða háskólamenntun umsækjanda. Hrein tómstundanámskeið eru ekki styrkhæf. Sjóðsstjórn metur vafatilvik.”
3) Kjaradeilusjóður FG var stofnaður til stuðnings félagsmönnum í kjarabaráttu. Ákveðið hlutfall af félagsgjöldum rann í sjóðinn um árabil. Þessi sjóður stendur nú í góðri ávöxtun.

4) Sjóðir BHM: Félagsmenn FL með stéttarfélagsaðild sem greiða sín félagsgjöld og hafa vinnuveitendur sem greiða sitt mótframlag í hina ýmsu sjóði eiga réttindi í eftirtalda sjóði Bandalags háskólamanna: Orlofssjóður, Starfsmenntunarsjóður, Styrktarsjóður eða Sjúkrasjóður. Með því að smella á nöfnin farið þið beint inn á viðkomandi sjóði á síðu Bandalags háskólamanna. Athugið að munur er á Styrktarsjóði annars vegar og Sjúkrasjóði hins vegar. Sá fyrrnefndi er fyrir ríkisstarfsmenn, en sá síðarnefndi fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði. Félagsmenn eru aldrei í báðum þessum sjóðum.